Um okkur

Fyrirtækið PES ehf var stofnað árið 2014 af Kristjáni Krossdal og Perlu Sigurðardóttur. 

Kristján Krossdal er fæddur árið 1986. Hann ólst að mestu leiti upp á Krossi á Berufjarðarströnd. Hann kláraði grunndeild málmiðna í VA, tók frumgreinadeild hjá HR og í framhaldi af því fór hann í tölvunarfræði sem hann lauk með BSc gráðu árið 2011. Kristján hefur mjög gaman að tækni, forritun og smíði. Hans helsta áhugamál eru skotveiðar, skotvopn og allt sem því tengist. 

Perla Sigurðardóttir er fædd árið 1985. Hún er alin upp á Mælivöllum í Jökuldal. Eftir stúdent prófaði hún ýmsar námgreinar, byrjaði í hárgreiðslu, tók eitt ár á hönnunarbraut í Tækniskólanum en endaði svo í Umhverfisskipulagi á Hvanneyri þar sem hún útskrifaðist með BS gráðu árið 2012. Haustið 2012 byrjaði hún svo í grafískri hönnun í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem hún útskrifaðist með diploma vorið 2015.