„Stelpur geta líka skotið“

Tæplega 30 konur mættu á kynningarkvöld á svæði Skotfélags Austurlands (Skaust) í Eyvindarárdal í síðustu viku. Kvöldið fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Hugur er því í hópnum til að standa fyrir fleiri viðburðum svo að konur haldi áfram að hittast og skjóta úr byssum.

Lesa meira

Helgin: Kraftakeppni reynir á alhliða styrk

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á Vopnafirði í kvöld og lýkur á Breiðdalsvík á sunnudag. Margir af sterkustu mönnum landsins taka þátt í keppninni sem reynir líkt og aðrar keppnir á alhliða styrk. Um helgina fer einnig fram gleðiganga á Seyðisfirði, partý í Berufirði og ný sýning opnar á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Rambar oft óvart á fallega staði í leit að myndefni

Dagný Steindórsdóttir heldur þessa dagana sína fyrstu ljósmyndasýningu í kaffihúsinu Hjáleigunni að Bustarfelli. Myndirnar tók Dagný á fyrri hluta ársins í náttúrunni í kringum Vopnafjörð.

Lesa meira

„Fólk grípur pennann um leið og það veit hvað er í gangi“

Einar Hansberg Árnason er nú hálfnaður í hringferð sinni til að vekja athygli á átaki Unicef „Stöðvum feluleikinn“ þar sem barist er gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar skíðar, rær og hjólar í 36 sveitarfélögum hringinn í kringum landið og fer um Austfirði í dag.

Lesa meira

Fljótsdalsdagurinn orðinn að heilli helgi

Fljótsdælingar ætla að gera sér glaða daga um helgina og halda upp á töðugjöld. Til þessa hafa Fljótsdælingar verið með einn dag sem hluta af Ormsteiti en gleðin teygir sig nú yfir fjóra daga. Oddvitinn segir að vilji hafi verið til að gefa viðburðum í sveitinni meira rými.

Lesa meira

Ísinn nefndur eftir sögupersónum úr Vopnfirðingasögu

Í Hjáleigunni, kaffihúsinu við hlið minjasafnsins að Bustarfelli í Vopnafirði, má í sumar bragða á heimagerðum rjómaís þar sem bragðtegundirnar eru nefndar eftir sögupersónunum úr Vopnfirðingasögu.

Lesa meira

Koss hrafnsins settur upp í Herðubreið

Æfingar hafa nú staðið í viku á óperunni Koss hrafnsins, eða The Raven‘s Kiss, sem sýnd verður í fyrsta skipti hérlendis þegar hún verður sviðsett í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Æfingar hafa staðið í rúma viku en í ýmis horn er að líta við uppsetninguna.

Lesa meira

Bjóða fólki að njóta skógarins

Árleg Skógargleði verður haldin í Vallanesi á sunnudag. Gleðin hefur yfirleitt fylgst Ormsteiti en öðlast nú sjálfstætt líf. Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi segir markmiðið vera að skapa skemmtilega fjölskyldustund í skóginum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar