Mikill léttir að samningar við Færeyinga og Breta eru í höfn

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það mikinn létti fyrir greinina að annars vegar hafi náðst samningar við Færeyinga um kolmunnaveiðar og viðskipti við Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Báðir samningarnir voru staðfestir í gær.

Lesa meira

Fleiri og fleiri meðvitaðri um hvaðan maturinn kemur

Fjölbreyttari kröfur neytenda geta skapað tækifæri fyrir austfirska matvælaframleiðendur um leið og þær veita matvöruverslunum aðhald. Búast má við áframhaldandi kröfum um að neytendur viti hvaðan maturinn þeirra kemur.

Lesa meira

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

„Við getum ekki beðið eftir því að umsóknirnar fari að berast,” segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar, en sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita nú í sameiningu að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikum í sumar.

Lesa meira

Von á ítölskum orrustuþotum

Búast má við á að friðurinn yfir Egilsstöðum verði rofinn síðar í vikunni þegar ítalskar orrustuflugvélar verða þar við æfingar.

Lesa meira

Um 20 Austfirðingar í heimasóttkví

Um tuttugu Austfirðingar eru nú í heimasóttkví til að koma í veg fyrir útbreiðslu mislinga. Um sjö hundruð manns hafa verið bólusettir undanfarna daga.

Lesa meira

Fjarbúafélaginu ætlað að styðja við samfélagið

„Tilgangur félagsins er að styðja við búsetu, mannlíf og þjónustu á staðnum,” segir Þórhalla Guðmundsdóttir, formaður Fjarbúafélags Borgarfjarðar eystra, sem stofnað var fyrir stuttu.

Lesa meira

Fimm prestaköll sameinuð í eitt

Kirkjuþing samþykkti um liðna helgi að fimm austfirsk prestaköll verði sameinuð í eitt. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi presta sem þjóna svæðinu breytist.

Lesa meira

„Ég held að bragurinn yfir veiðunum sé góður í dag”

Aðeins helmingur þeirra sem sækjast eftir hreindýraveiðileyfi fá úthlutað, en ásóknin er mun meiri í tarfana en kýrnar. Þetta sagði Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum í þættinum Að Austan á N4 í liðinni viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar