„Á Dögum myrkurs njótum við þess að vera saman“

Hátíðin Dagar myrkurs verður haldin á Austurlandi 30. október - 3. nóvember. Að venju verður mikið um að vera á þessari sameiginlegu byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi.  Markmiði hátíðarinnar er að leggja áherslu á viðburði sem hvetja til samveru íbúa. 

Lesa meira

Nýr umsjónarmaður í klaustrinu á Kollaleiru

Breytingar hafa orðið á mannahaldi í kaþólska klaustrinu á Kollaleiru í Reyðarfirði þar sem sr. Pétur Fintor hefur tekið við sem umsjónarmaður klaustursins.

Lesa meira

Lýsa ánægju með úrslit kosninganna

Forsvarsmenn sveitarstjórna Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps lýsa ánægju sinni með niðurstöður sameiningarkosninga í kvöld. Sveitarfélögin þrjú hafa ásamt Fljótsdalshéraði átt í viðræðum um sameingu undanfarið ár og var sameiningin samþykkt í sveitarfélögunum fjórum með afgrerandi hætti í dag.

Lesa meira

Strengur fagnar 60 ára afmæli með styrkjum í heimabyggð

Í tilefni af 60 ára afmæli Veiðiklúbbsins Strengs hefur Strengur skrifað undir styrktarsamninga til þriggja ára við þrjú verðug verkefni í heimabyggð sinni, Vopnafirði. Framlög renna til Björgunarsveitarinnar Vopna, yngri deilda fótbolta hjá Ungmennafélaginu Einherja, og til Ísoldar Fannar Vilhjálmsdóttur, ungs listhlaupara á skautum, sem stefnir að því að keppa á næstu vetrarólympíuleikum sem haldnir verða 2022.

Lesa meira

Ákærður fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni og beitt hana grófu ofbeldi. Árásirnar áttu sér stað í nágrenni Egilsstaða í lok júní í fyrra.

Lesa meira

Afgerandi úrslit það jákvæðasta

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélagsins, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar segir talsverða vinnu við að undirbúa sameiningu sveitarfélaganna sem íbúar þeirra samþykktu í kosningum í dag. Eitt af því verður að finna nafn á sameinað sveitarfélag.

Lesa meira

Sameining samþykkt á Seyðisfirði

Íbúar á Seyðisfirði samþykktu í kvöld sameiningu við Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepp og Djúpavogshrepp.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar