Helgin: Fyrsta afmælisveisla Einherja í 70 ár

Haldið verður upp á 90 ára afmæli UMF Einherja á Vopnafirði á morgun. Mikil vinna hefur verið lögð í að skrásetja sögu félagsins og meðal annars verður ný heimildamynd frumsýnd á hátíðinni. Aðventustemming er annars áberandi á Austurlandi um helgina.

Lesa meira

Embætti lögreglustjóra verður auglýst

Engin áform eru á þessari stundu um að sameina embætti lögreglustjórans á Austurlandi öðru embætti. Dómsmálaráðherra hefur boðað að farið verði yfir skipulag lögregluembætta á landsvísu.

Lesa meira

Bæta þarf akstursbraut við flugvöllinn á Egilsstöðum

Forgangur uppbyggingar Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvallar millilandaflugs fyrir Keflavíkurvöll er ítrekaður í nýrri skýrslu stýrihóps um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Nauðsynleg uppbygging er metin á rúma tvo milljarða króna.

Lesa meira

Krefjandi verk að leggja ljósleiðarann til Mjóafjarðar

Vandasamt og erfitt var að leggja ljósleiðara og rafstreng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar. Enn er eftir að klára rafstrenginn á erfiðasta hluta leiðarinnar en þegar það verður gert næsta sumar fá Mjófirðingar þriggja fasa rafmagn.

Lesa meira

Hamar skoðar kaup á Launafli og G. Skúlasyni

Vélsmiðjan Hamar hefur hafið formlegar viðræður við G. Skúlason vélaverkstæði ehf. og Launafl ehf. um kaup á öllu hlutafé í austfirsku fyrirtækjunum tveimur.

Lesa meira

Víða hitamet á Austfjörðum

Dægurhitamet féllu víða á Austurlandi í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Nokkur þeirra voru yfir hæsta hitastigi sem áður hefur mælst hérlendis í desember.

Lesa meira

Framkvæmdir við leikskólann á Eskifirði hefjast vonandi 2021

Hönnun á leikskólanum Dalborg á Eskifirði seinkaði og er ekki lokið eins og stóð til. Aðeins frumhönnun hefur verið gerð. Þetta kom fram á íbúafundi á Eskifirði þar sem fulltrúar bæjarráðs Fjarðabyggðar voru spurðir út í stöðuna á leikskólanum.

Lesa meira

Góð kaup eða flumbrugangur?

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti á fundi sínum í síðustu viku kaup sveitarfélagsins á húsinu að Búðareyri 2 á Reyðarfirði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn kaupunum og sögðu ekki nægjanleg gögn liggja fyrir. Aðrir sögðu brýnt að bæta úr húsnæðisþörf bæjarskrifstofanna og um væri að ræða eign á besta stað á góðu verði.

Lesa meira

„Gagnkvæmur skilningur eykst“

Ungt fólk í Neskaupstað hefur reglulega heimsótt íbúa í Breiðabliki, íbúðir aldraðra og í Egilsbúð mun verða félagsaðstaða fyrir ungmenni og eldri borgara. Hvoru tveggja er tilkomið vegna PLACE-EE, sem er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni, svonefnt norðurslóðaverkefni, með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara í dreifbýli.

Lesa meira

Björgunarsveitarbíllinn brann til kaldra kola

Talsvert tjón varð á Breiðdalsvík aðfaranótt sunnudags þegar bifreið björgunarsveitarinnar Einingar brann til kaldra kola. Annar nálægur skemmdist einnig.

Lesa meira

Nýtt miðbæjarskipulag fyrir Eskifjörð árið 2020

Í ár var samþykktur kaupsamningur milli Sveitafélagsins Fjarðabyggðar og Eskju á Eskifirði um kaup og niðurrif á fasteignunum í Strandgötu 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði. Einnig verður farið endurskoðun á miðbæ Eskifjarðar. Þetta kom fram íbúafundi sem fram fór á Eskifirði á vegum íbúasamtakanna þar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar